59. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 28. mars 2020 kl. 11:32


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 11:32
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 11:32
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 11:32
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 11:32
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 11:32
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 11:32
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 11:32
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:32
Páll Magnússon (PállM), kl. 11:32
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 11:32

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 695. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 11:32
Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.
Frumvarpið var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum meiri hluta nefndarinnar og einu nefndaráliti fyrir frumvarp til fjáraukalaga og tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Meiri hlutann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Inga Sæland með fyrirvara sem fram kemur í nefndarálitinu og Birgir Þórarinsson með fyrirvara sem hann mun gera grein fyrir í þingræðu. Ágúst Ólafur Ágústsson sat hjá við afgreiðsluna og mun leggja fram eitt nefndarálit um bæði frumvarp til fjáraukalaga og tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Björn Leví Gunnarsson tók undir nefndarálit um frumvarp til fjáraukalaga en mun leggja fram eitt nefndarálit um bæði frumvarp til fjáraukalaga og þingsályktunartillögu um sérstakt fjárfestingaátak.

2) 699. mál - sérstakt tímabundið fjárfestingarátak Kl. 11:45
Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl. Þingsályktunin var afgreidd til 2. umræðu með atkvæðum meiri hluta nefndarinnar og einu nefndaráliti fyrir frumvarp til fjáraukalaga og tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Meiri hlutann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Inga Sæland með fyrirvara sem fram kemur í nefndarálitinu og Birgir Þórarinsson með fyrirvara sem hann mun gera grein fyrir í þingræðu. Ágúst Ólafur Ágústsson sat hjá við afgreiðsluna og mun leggja fram eitt nefndarálit um bæði frumvarp til fjáraukalaga og tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Björn Leví Gunnarsson tók undir nefndarálit um frumvarp til fjáraukalaga en mun leggja fram eitt nefndarálit um bæði frumvarp til fjáraukalaga og þingsályktunartillögu um sérstakt fjárfestingaátak.

3) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:06